CS#7 - Skipulag strandsvæða með NBS á Íslandi
This page is also available in English
Þessi rannsókn samanstendur af sýnishornssíðu. Hún hefur enga fylgissíðu.
DS#7 - Norðurslóðir (Ísland)
Staðsetning
Rannsóknarsvæðið, Austurland, samanstendur af nokkrum fjörðum á austurhluta Íslands: Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Djúpavogi. Þetta er strandsvæði sem einkennist af djúpum fjörðum umkringdum háum, bröttum fjöllum (líflandfræðigerð: Norðurslóðir) og er um 23,000 km² að flatarmáli.
Lýsing á svæðinu
Val á rannsóknarsvæðum fyrir þetta verkefni byggir á þeim stöðum á Austurlandi þar sem þegar er vöktun vegna flóðahættu, snjóflóðahættu, hættu á skriðuföllum og vatnafræðilegar aðstæður geta leitt til þess að ár flæði yfir bakka sína. Til þessa svæða teljast Seyðisfjörður, Norðfjörður og Reyðarfjörður (sem inniheldur líka Eskifjörð). Þar að auki mun rannsóknin ná til Berufjarðar og Djúpavogs en þar er að finna einu laxasláturhúsin á Austurlandi.
Loftslagsáskoranir
Eftirfarandi vandamál, sem eru af völdum loftslagsbreytinga, eru áskoranir fyrir svæðið og efnahag þess: hækkun sjávarborðs, flóð, skriður, sjóflóð og þörungablómar.
Fyrirhugaðir verkþættir
Vinnan í NATALIE snýst um að þróa nákvæm stærðfræðilíkön sem bera kennsl á hættur og koma auga á hentugar NBS sem leiða til aukins styrks, endurheimtar og aðlögunarhæfni gagnvart hættum af völdum loftslagsbreytinga. Þar að auki verða þróuð líkön sem kortleggja áhrif þess að innleiða þær NBS sem verða þróaðar.
NBS lausnirnar hafa eftirfarandi markmið:
-
NBS sem öflugar verndunaráætlanir: verndun strandsvæða og sjálfbær framleiðsla sjávarafurða, hentug búsvæði fyrir dýr og plöntur,
-
NBS fyrir sjálfbæra nýtingu fiskistofna og fiskeldis,
-
NBS sem verndar nærsamfélagið fyrir náttúruvá.
Markmið
MARKMIÐ Á MEÐAN VERKEFNINU STENDUR
Að þróa nákvæm stærðfræðilíkön fyrir áhættugreiningu og kortleggja afleiðingar af innleiðingu NBS. Að bera kennsl á og þróa hentugar NBS fyrir svæðið sem taka tillit til þekkingar og hefða nærsamfélagsins.
MARKMIÐ EFTIR VERKEFNISLOK
Að vernda náttúruna, umhverfið og samfélögin á Austurlandi.
Þátttakendur í CS7